Torfþök og Clinton

Nú fara hlutirnir að snúast við!  Nú fer að koma í tísku að hafa torfþök sem áður fyrr þótti SVEITÓ. 

Ég las í blaðinu að Bill Clinton hafi verið yfir sig hrifin af öllum torfþökunum þegar hann var í heimsókn í Færeyjum, Færeyjingunum til mikillar undrunar, en hann sá þar verndun ozone lagsins.

Mér finnst þetta mjög góð hugmynd varðandi ozone lagið.  Ég er mikill náttúruunnandi og finnst leitt oft á tíðum hve lítið mörg okkar metum þetta yndislega land okkar.

Það minnir mig á þegar ég bjó í Ástralíu að þar gerð mikil herferð gegn rusli og fólk var sektað fyrir að henda rusli.  Þá kom upp sú hugmynd að við ættum að líta á landið sem fínu stofuna okkar, þar sem allt á að vera hreint og tært.

Hvað finnst ykkur?


Prufa

ég þarf að vita hvort þetta virkar áður en lengra er haldið.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband